10.8.2008 | 14:29
Gamanið búið
Sæl og blessuð öll sömul! Jæja nú er þessi hittingur búinn. Það var nú bara tæplega helmingurinn sem lét sjá sig en það var góður hópur og gaman var að hittast. Þið sem ekki komuð vonandi var gaman hjá ykkur við það sem þið voruð að gera því við skemmtum okkur stórvel.
Við vorum á Hvanneyri á D deginum og fylgdumst með dagskránni sem var í boði og skoðuðum gamlar og nýjar dráttarvélar. Seinnipartinn fengum við smá leiðsögn um gömlu heimavistina þar sem við bjuggum og það má segja að margt hafi breyst á Hvanneyri síðustu árin. Við héldum síðan til í grunnskólanum þar sem við borðuðum og spjölluðum um landsins gagn og nauðsynjar eins og róbóta, heyverð og annað sem ofarlega er í landbúnaði í dag. Við enduðum síðan daginn á pöbbnum þar sem við drukkum og sungum.Nú er bara spurning hvenær við eigum að hittast næst.
Er ekki bara gott að fara að skipuleggja það sem fyrst þannig að sem flestir mæti þegar þar að kemur. Einhverjar hugmyndir voru um að hittast næst eftir fimm ár en nú er það í ykkar valdi að ákveða það, verður ekki bara að skipa nefnd um málið. Við getum alla vega haldið þessari bloggsíðu eitthvað lengur opinni ef við þurfum að tjá okkur um eitthvað okkar á milli.Kveðja Sveitalubbinn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.8.2008 | 17:51
Örtutt
Sæl þið sem ætlið að koma.
Sveitalubbinn verður í grunnskólanum frá kl. 11:00 og fram yfir hádegi en þar verðum við með bækistöðvar. Svo fer maður eitthvað á röltið um staðinn. Það verður matur um kvöldið, eitthvað mjög gott. Svo eigum við góða kvöldstund saman, förum jafnvel á pöbbinn. Það verður bara gos með matnum ef þið viljið eitthvað annað þá komið þið með það. Þeir sem vilja gista koma með útbúnað til þess ( sæng, kodda, dýnu). Þetta veður bara gaman er það ekki?
Sjáumst á morgun bless
Kveðja sveitalubbinn s: 8633028
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.7.2008 | 01:21
Uppkast af dagskrá
Sæl og blessuð öll sömul!
Var að spá í hvað við eigum að gera þegar við hittumst. Nú er vöntun á skipulagi að fara með mann. Jæja en hvað um það. Við munum alla vega hittast á Hvanneyri 9. ágúst og það er skyldumæting og engin afsökun fyrir því að mæta ekki nema að þú sért að gifta þig eða að eignast barn þá er þér fyrirgefið það að mæta ekki. Bæjarhátíðir og annað sprell má bíða fram á næsta ár því að ekki hittumst við nú á hverjum degi.
En hvað eigum við svo að gera af okkur. Sveitalubbinn nennir ekki að hafa of mikið prógramm í gangi. Eigum við ekki bara að hittast á Hvanneyri kl. 14:00 og þvælast um staðinn, fara í fjósið, skoða búvélasafnið og ullarselið ofl. Við verðum líklega með aðstöðu í grunnskólanum þar sem við getum borðað saman og síðan gist. Ekki spá neitt í matinn, þið fáið gott að borða en þurfið líklega að borga eitthvað fyrir. Svo er bara að skella sér á Kollubar á Hvanneyri um kvöldið og semmta sér saman.
Kveðja Sveitalubbinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.7.2008 | 11:22
Þá er það ákveðið
Laugardagurinn 9. ágúst. Nánari dagskrá kemur von bráðar.
Nú fer fram talning. Hverjir ætla að mæta og með hversu marga með sér?
Kveðja Sveitalubbinn
Bloggar | Breytt 12.7.2008 kl. 23:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
23.6.2008 | 21:34
Allir uppteknir
Góðan daginn öll sömul!
Eru þið farin að bíða eftir nýrri bloggfærslu? Nú ættu allir að vera búnir að fá skilaboð um þessa síðu en mér finnst ekki nógu margir svara. Ekki vera feimin Sveitalubbinn bítur ekki. En svona án gríns þá eiga allir að kommenta sem skoða síðuna þannig að það sjáist að þeir viti af henni þó að þeir hafi engann áhuga á að hittast.
Svo er það málið hvenær á að hittast. Einhverjir hafa nefnt helgina eftir verslunarmannahelgi og aðrir hafa nefnt álit sitt á því. Anna Magga er það ekki heldur snemmt fyrir þig? Það er kannski ekki hægt að búast við að alli komist en við verðum að hittast þegar flestir komast.
Nú vill Sveitalubbinn fá tillögur að því hvenær á að hittast og hvernig við eigum að framkvæma þennan hitting. Sveitalubbinn ætlar ekki að gera þetta fyrir ykkur heldur með ykkur.
Kveðja Sveitalubbinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
8.6.2008 | 12:21
Allt að koma
Jæja þetta er allt að koma. Búið að vera svolítið mikið að gera síðustu vikuna. En á meðan við bíðum eftir að fleiri frétti af síðunn er þá ekki tilvalið að hver og einn segi frá því hvað þeir eru að gera í dag. Þið getið sagt frá hvar þið eigið heima og hvað er verið að starfa já og hvað er búið að unga mörgum börnum út síðusta tíu árin já eða bara sagt brandara.
Kveðja Sveitalubbinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
31.5.2008 | 21:57
Þeir sem ekki fundust
Jæja gott fólk!
Það virðast vera einhverjir sem hafa skilið skilaboðin og fattað að fara á netið. En það eru nokkrir sem ekki enn hafa fengið skilaboð þar sem þeir finnast ekki á já.is eða eru með annað heimilisfang en pósturinn gefur upp miðað við kennitölu. Nú vantar mig hjálp við að finna þá aðila.
Ella finnst ekki á já.is en ég veit að hún er í Úthlíð en er einhver með gsm númer hjá henni sem getur látið hana vita.
Geirmundur er sagður búa í Hollandi þannig að ég hef ekki leitað meira að honum enn.
Pálmar var ekki með sama heimilisfang og pósturinn sagði og það eru fleiri en einn með sama nafn á já .is þannig að ég vildi ekki senda skilaboðin á alla.
Ásmundur býr fyrir austan en enginn gsm fannst á hanns nafni.
Daníel Sigurðsson var víst með okkur en hann var ekki á kennitölulistanum sem ég fékk sendan og það eru svo margir með því nafni inni á já.is
Ég veit ekki um þá sem ekki hafa enn svarað skilaboðunum hér inn á bloggsíðuna hvort að þeir skilji nokkuð hvaða bull þeir voru að fá í smsi. Kannski verð ég bara að hætta að nota nútíma tækni og fara að senda fólki bréf með frímerki með skilaboðunum um þessa síðu. En kannski eru líka einhverjir afdalabændur sem ekki hafa enn uppgötvað internetið eða eru ekki með internettengingu. Og það þýðir ekki bara að skoða síðuna það verður að kommenta á einhvern hátt líka.
bless í bili Sveitalubbinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.5.2008 | 13:07
Allir sofandi
Sæl og blessuð öll sömu!
Nú er ég forvitin. Ég sendi öllum sem voru með skráðan gsm skilaboð í gær um að skoða þessa síðu. Það eru bara tveir búnir að kvitta. Voru engir aðrir sem fengu skilaboð eða voru þau frekar óskýr? Það eru kannski allir á kafi í vorverkum eða búa svo afskekkt að þeir hafa ekki netsamband. Endilega látið vita ef þið fenguð skilaboð hvort sem að þið hafið áhuga á að hittast eða ekki. Ég hef ekki sagt mitt síðasta, ég mun ásækja ykkur þar til við hittumst.
Kveðja sveitalubbinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
25.5.2008 | 23:12
Fyrir langa löngu
Jæja góðir hálsar!
Vonandi hafa einhverjir fengið skilaboð um að skoða þessa síðu. Nú eru víst liðin 10 ár síðan við vorum við nám í Bændaskólanum á Hvanneyri sem heitir í dag Landbúnaðarháskóli Íslands. Hvernig væri nú að færum að hittast og rifja upp gömul kynni? Ég óska eftir kommentum um hvenær og hvar við eigum að hittast. Það vill auðvitað hver og einn hittast á sínu heimasvæði og samkvæmt því hvar fólk á heima þá eru flestir á svipuðum slóðum og þeir voru fyrir 10 árum síðan. Ég legg til að við hittumst einhverstaðar í nágrenni við Hvanneyri spjöllum og sprellum og förum síðan á Hvanneyri í heimsókn og skoðum staðinn og förum jafnvel í sveitafittnes, borðum síðan saman góðan mat og spjöllum og sprellum meira (nema allir séu orðnir of gamlir).
Ef að þið hafið eitthvað um þetta mál að segja þá er best að blogga um það. Notendanafnið er hve 98 og lykilorðið er addipalli en það er líka hægt að kommenta og skrifa í gestabókina.
Svo er ein spurning að lokum. Hver er ég?
Kveðja Sveitalubbin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)