Allir uppteknir

Góðan daginn öll sömul!

Eru þið farin að bíða eftir nýrri bloggfærslu?  Nú ættu allir að vera búnir að fá skilaboð um þessa síðu en mér finnst ekki nógu margir svara.  Ekki vera feimin Sveitalubbinn bítur ekki.  En svona án gríns þá eiga allir að kommenta sem skoða síðuna þannig að það sjáist að þeir viti af henni þó að þeir hafi engann áhuga á að hittast.

Svo er það málið hvenær á að hittast.  Einhverjir hafa nefnt helgina eftir verslunarmannahelgi og aðrir hafa nefnt álit sitt á því.  Anna Magga er það ekki heldur snemmt fyrir þig?  Það er kannski ekki hægt að búast við að alli komist en  við verðum að hittast þegar flestir komast. 

Nú vill Sveitalubbinn fá tillögur að því hvenær á að hittast og hvernig við eigum að framkvæma þennan hitting.  Sveitalubbinn ætlar ekki að gera þetta fyrir ykkur heldur með ykkur.

 Kveðja Sveitalubbinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl, jæja loksins lætur maður sjá sig.  Ég er kúabóndi á Hlemmiskeiði með de laval róbót, hænur, kanínur og ekki má gleyma hestinum hennar Siggu og rollunum sem ég elska.  Við Sigga eigum orðið 1 gelgju(1999), 1 skordýrafræðing(2002) og svo litla Ferguson prinsinn(2007) sem heldur pabba sínum vakandi við jarðvinnslu,heystæðugerð og önnur tilfallandi traktorsverk.  Þar sem við kláruðum fyrri sláttinn 14.júní ákvað ég að skella mér í lið með stæðuverktökunum og fer í aukavinnu hjá þeim (annars lendi ég bara í að keyra mold í beð fyrir "garðarottuna" (þ.e. Siggu). En já endilega förum að koma með tillögur um tíma og staðsetningu. Annars voru Sigga og Kristján komin svo langt í bjórpartýi hjá jötun vélum að þau voru búin að ákveða hvað ætti að vera í matinn  

Kveðja Villi á Hlemmó (og Sigga,sem er rosa spennt en var samt ekki í náminu með ykkur,bara í mötuneytinu að sjá um að prinsinn hennar fengi almennilega næringu)   

Villi, Hlemmiskeiði (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 08:11

2 Smámynd: Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Góður Villi! 

Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 24.6.2008 kl. 18:46

3 identicon

já einmitt endilega að finna tíma, það hentar mér austfirðingnum, þessi helgi eftir verslunarmannahelgi, verð í sumarfríi, og heyskapur vonandi á enda, þá og því auðvelt að ferðast landshorna á milli, en ef einhver önnur helgi stendur upp úr þá reynir maður bara hvað maður getur

Ási (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 02:59

4 identicon

Ég vinn á gróðrastöð í Sólskógum í Kjarnasskógi í Eyjafirði og er með nokkrar kindur heima í Hrísgerði sem tómstundagaman. Það skiptir mig engu máli hvaða helgi það verður sem á að hittast.

kv Þura

Þura (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 20:04

5 identicon

Komið þið öll sæl

Ég skrifa fyrir kallinn það er alltaf svo mikið að gera hjá honum. En ég vil allavegana láta vita að við vitum af síðunni. Við búum á Auðólfsstöðum og eigum einn strák sem er fæddur 2002. 

kveðja

Ingibjörg og Steini  

Steini (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 21:43

6 identicon

Jæja nú er ég bara orðin spennt.  Ég er til í að hittast aðra helgina í ágúst, fer reyndar  á Clapton á föstudagskvöldið en er svo til í hitting á laugardag og fram á sunnudag. Þriðja helgin í ágúst er kannski síðasta helgin sem möguleiki er á að hittast áður en haustverkin skella á og þá verðum við að bíða með hitting fram í nóvember er það ekki.

Ég er með smá hugmyndir.  Ykkur er velkomið að hittast hjá mér svo er möguleiki á að fá rútu til að ferja okkur um Borgarfjðinn niður á Hvanneyri.  Ég get athugað hvort að hægt sé að fá efri hæðina í Logalandi (félagsheimilinu) leigða þar sem við getum borðað og notið samverunnar saman,  einnig eru þar möguleikar á gistingu.  Það er einnig hægt að tala við Snorra og Kollu sem reka barinn á Hvanneyri um hvort að þau geti tekið á móti okkur.  Það er kannski hægt að fá tóma íbúð leigða en nemendur eru líklega farnir að tínast á staðinn í byrjun ágúst.

Íris Þórlaug Ármannsdóttir (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 15:30

7 Smámynd: Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Styð þessa hugmynd þína Íris að mörg leyti, nema bara að það gæti verið gaman að vera bara á Hvanneyri, veit að það er möguleiki á að gista á vistinni og svo er líka hægt að vera bara í tjaldi, ef veður leyfir.  Þegar ég var byrjaður að undirbúa það, í vor, að hóa okkur saman, setti ég mig í samband við þá á Hvanneyri og bar það undir þá hvort það þetta væri möguleiki og þeir vildu ólmir taka á móti okkur og í raun allt fyrir okkur gera.  Þannig að það má alveg halda þeim möguleika opnum.  Ég held að þetta verði að gerast aðra eða þriðju helgina í ágúst, því annars er það bara einfaldlega orðið of seint, haustverkin byrjuð hjá þeim sem eru bændur og ef við förum að seinka þessu fram í nóvembar þá er kominn vetur og allra veðra von. 

kveðja góð!

Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 30.6.2008 kl. 10:46

8 identicon

Hæ, mér líst persónulega mjög vel á hugmynd Írisar en líst betur á að hittast þriðju helgina í ágúst, en ef annað verður ákveðið þá langar mig allavega að kíkja. Þetta hljómar allt mjög spennandi.

Sigríður Elín Elnudóttir (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 15:15

9 identicon

Mér líst vel á að við hittumst aðra helgi í ágúst. Planið hennar Írisar hljómar ágætlega.

Annað: Anna Magga og Sævar eignuðust stóra stúlku 29. júní sl. Og veit ekki betur en að hún sé upptekin þriðju helgi í ágúst.

Dagný Rósa Úlfarsdóttir (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 21:40

10 Smámynd: Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Það er spurning hvort fólk ætli að taka börnin sín með sér, þ.e.a.s. þeir sem eiga börn?  Eða er meiningin að við tökum bara makana okkar með?  En allavega verður gaman að hitta ykkur öll.  En nú vill maður fara að heyra frá fleirum eins og Guðna Ragg, Danna Ott, Bó, Andrési, Ellu svo einhverjir séu nefndir.  Endilega að fara að drífa í að skrifa sig hér inn á.

Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 1.7.2008 kl. 22:11

11 identicon

Hæ mér líst vel á aðra helgi í ágúst. Þar sem Danskir dagar í Stykkishólmi eru þriðjuhelgi í ágúst. En það er alltaf erfitt að finna helgi sem allir komast.  

Anna Magga og sævar til hamingju með stúlkuna.

Magnús V. Vésteinsson (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 14:00

12 identicon

Halló öll sömul!

Jæja þá er maður komin heim í blíðuna í Borgarfirðinum af landsmóti hestamanna.  Ég vil bara segja við ykkur sem ég hitti á landsmótinu það var rosa gaman að hitta ykkur.  Binni, Andrés, Pálmar, Ella, Kristján, Daði (við sögðum alla vega hæ en svo hitti ég þig ekki aftur til að spjalla), já og Ísólf sá maður bara á hrossi. Hittumst bara jafn hress eftir u.þ.b. mánuð er það ekki.

Anna Magga innilega til hamingju með stóru stelpuna.

Jæja best að fara í háttinn, fór víst ekki alveg nógu snemma að sofa í gær:-) 

Íris Þórlaug Ármannsdóttir (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband