Allt að koma

Jæja  þetta er allt að koma.  Búið að vera svolítið mikið að gera síðustu vikuna.  En  á meðan við bíðum eftir að fleiri frétti af síðunn er þá ekki tilvalið að hver og einn segi frá því hvað þeir eru að gera í dag.  Þið getið sagt frá hvar þið eigið heima og hvað er verið að starfa já og hvað er búið að unga mörgum börnum út síðusta tíu árin já eða bara sagt brandara.

Kveðja Sveitalubbinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Ég er búsettur á Selfossi.  Er á föstu með Rósu Sif Jónsdóttur.  Við eigum ekki barn ennþá.  Ég starfa sem rafveituvirki hjá Hitaveitu Suðurnesja á Selfossi og hef unnið við það sl. 6 ár.  Áður hafði ég starfað hjá MBF á Selfossi.  Mín helstu áhugamál eru handbolti, á 6 leiki að baki með Selfoss í efstudeild á Íslandi og 5 leiki í næst efstu deild og hef samtals skorað 11 mörk.  Einnig stunda ég hestamennsku og svo hef ég gaman af fótbolta.

Þetta var svona stutt ágrip um mig og minn feril frá því að ég fór frá Hvanneyri vorið 1998.

Kveðja góð!

Kristján Eldjárn

Ps.  Eigum við ekki að læsa þessari síðu, þannig hver sem er komist ekki inn á þessa síðu okkar.  Hægt er að senda öllum lykilorðið á email eða með sms

Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 8.6.2008 kl. 23:47

2 identicon

Búin að senda Ellu sms.... Hitti Vigdísi hans Ísólfs á sunnudaginn og sagði henni af þessu.

Annars er það að frétta af mér að ég vinn sem ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Húnaþings og Stranda, er svo sauðfjárbóndi á Sölvabakka í hjáverkum með starfandi kúsk að nafni Sævar. Á eina tveggja ára skvísu og svo er vinnumaður eða vinnukona nr. 2 væntanlegt um næstu mánaðamót.

Anna Magga (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 09:56

3 identicon

Ég bý í Stykkishólmi, en er með sauðfjárbú á Hólum í Helgafellssveit. Er að vinna í íþróttamiðstöðinni í Stykkishólmi og ég bý með Berglindi Evu og eigum við 3 börn fædd 2001, 2004 og 2008.

Magnús V. Vésteinsson (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 16:46

4 identicon

Ég bý í Hafnarfirði, vinn á heilsustofu og á fimm ára son sem byrjar í skóla í haust, rosa spennandi tímar framundan semsagt...annars er Hvanneyri draumastaðurinn, ég er mikið þar svo ætli maður endi ekki þar..á endanum

Sigríður Elín Elnudóttir (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 22:02

5 identicon

Hæ!  Ég bý á Kjalvararstöðum í logninu í Borgarfirðinum.  Ég stunda "hobbybúskap" með rollur, hross, hænur og gróðurhús og stunda síðan vinnu utan heimilis á spriklstað sveitarinnar.  Ég er búin að framleiða þrjár vinnukonur fæddar 1999, 2002 og 2006.

Íris Þórlaug Ármannsdóttir (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 00:21

6 identicon

Ég bý á Ytra-Hóli I, ekkert langt frá Önnu Möggu.  Bý með honum Birni sem í daglegu tali er kallaður Doddi. Við búum hér með kindur, of fáar til að hægt sé að tala um þetta sem alvöru sauðfjárbú, þannig að þetta er hobbýbú. Ég fór í Kennó strax eftir Hvanneyri og kláraði þar um jólin 2001. Er komin í Kennó aftur og er að bæta við mig í stærðfræðikennslu. Hef kennt í Höfðaskóla á Skagaströnd síðan 1999. Við eigum stelpu fædda 2000 og strák fæddan 2007.

Dagný Rósa Úlfarsdóttir (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 15:57

7 identicon

Komið þið sæl! Það er gaman að sjá þetta

Ég bý í Skagafirði með Steinunni og tveimur fósturdætrum, nautum og STÆRÐARINNAR HROSSASTÓÐI  !!!!  Pálmar hitti ég í HafnafIrði fyrir rúmu ári og þá var hann búinn að taka við fyrirtækinu af föður sínum. Sveitalubbinn og póstleggur úr Borgarnesi gæti verið Þröstur stórbóndi á Stakkhömrum, miðað við kraftinn og dugnaðinn í þeim bónda þá gæti ég trúað honum til að taka á skarið með þetta sem er frábært mál  Það eru nú undur og stórmerki að gerast í veðráttuni ef það er komið logn í Reykholtsdalinn  og spennan svo mikil spenna í rafmagninnu hjá Kristjáni að jörðinn er farinn að skjálfa . Það er náttur lega altaf best að vera bara á norðurlandi . Þetta er bara gaman að rifja gömlu góðu skólaárin og þegar norðlendingafélagið var öflugt og einhverjir syngjandi fuglar sungu um Framsókn .  Svo hitti ég mann í vetur sem talaði um júniorinn á Þorvaldseyri sem Kraga krónprins  en Palli hvað er aftur bloggið þitt ?

Með skagfirskri sveiflu, Valdimar

Valdimar Jónsson (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 21:28

8 identicon

 Blessaður Valdi. Engin lognmolla í kringum þig.hehe. Þú skalt nú telja hrossin hjá þér væni áður en bangsi bestaskinn étur þau.hehe

Kveðaj undan fjöllunum þar sem er svo mikið logn að það er sagt frá þvi í frettunum þegar það hvessir.hehe

Fyrir sunnan nú skelfur jörðin

sést það í sjónvarpinu.

Sól skin við Skagafjörðinn,

og ísbjörn i æðarvarpinu.

Páll óðalsbóndi (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 23:29

9 identicon

Jæja Valdi alltaf með munnin fyrir neðan nefið.

Ég verð nú að viðurkenna þetta með lognið í Borgarfirðinum var ekki til staðar í dag.  Nýji stórbóndinn í sveitinni var búinn að velta við 50 - 60ha af melum og ætlaði að fara að rækta tún en melurinn fauk all nokkra km í burtu í dag.  Maður býr bara á uppblásturssvæði í dag en það er þó betra en að hafa ísbjörn yfir hausnum á sér.  En hér er nú samt gott að vera, ný komin heim frá því að hlusta á norðlenska háfvita.

En Valdi það er mun minna rok hér að staðaldri en í rassgatinu á Hvanneyri dagurinn í dag var undantekning. Engir ísbirnir og jarðskjálftar.

Palli hér er ein góð til að rifja upp gamla tíma

Bíllinn yfir blindhæð fór

en lenti á stórum steini.

flaskan í mitt andlit fór

og alveg inn að beini (höf Palli)

Íris Þórlaug Ármannsdóttir (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 00:03

10 identicon

Auðvitað er kominn tími á að hittast ! Hitti Andrés, Daniel Ott og Björgvin um liðna helgi og enginn þeirra minntist á þetta blogg, en geri ráð fyrir að þeir hafi fengið bréf eins og ég fékk í dag. Komið með tímasetningu og ég mæti!!!

kv Brynjar

Binni (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 00:05

11 Smámynd: Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Já sammála Brynjari.  Fara að ákveða dagsetningu sem og staðsetningu.  Legg til að við hittumst á Hvanneyri og þá helgina eftir Verslunarmannahelgi. 

Kveðja góð!

Kristján Eldjárn

Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 17.6.2008 kl. 01:03

12 identicon

Jæja, fyrstu helgina eftir Verslunarmannahelgi líst mér vel á en þá hittumst við á Dalvík á Fiskideginum mikla .  Jæja þá er björninn dauður og hefði kannski átt að skjóta hann strax en að vera með svona show .  Ég get andað léttar og hætt að telja hrossin

Íris það er enginn munur á kúk og skít  eða Reykholtsdal eða Hvanneyri hvað veðráttu varðar .

Kv. Valdimar

Valdimar (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 23:30

13 identicon

Halló öll sömul. 

Við hjónin búum í Þorlákshöfn með börn og buru. Eigum tvær dætur fæddar 1999 og 2005, og svo eigum við hund og slatta af hestum.

Okkur líst mjög vel á hitting, og ekki er hægt að velja betri og fallegri stað á landinu heldur en Borgarfjörðinn. Vonandi sjáumst við sem flest.

Kveðja að austan, Berglind og Daði. p.s. til lukku með brúðkaupið Björgvin

Berglind og Daði Freyr (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 17:12

14 Smámynd: Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Valdi!  Hlustaðirðu á Ísbjarnarblús á meðan þú taldir hrossin?  Vonandi að þú hafir ekki verið í andnauð á meðan þú taldir.

Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 18.6.2008 kl. 18:23

15 identicon

Hæbb!! jæja þetta hafðist, fékk póst í vikunni, um að ég hafi verið í skóla fyrir Sveitalubba en allavega, þá bý ég á Reyðarfirði eins og áður bý þar með Þuríði kærustunni minni, ég vinn á vélaverkstæði og stunda svo skógræktina grimmt í frítímanum Hef lítið breyst nema kannski 10, 15 freknum fleiri, en Palli þó að það sé logn hjá þér þá er ekkert að marka það þar sem þú býrð undir fjalli( þetta kemur frá Eyfellingnum á bænum) helgin eftir verslunarmannahelgi hljómar vel, þá ætti heyskaður að verða búinn hér á austfjörðum

Ásmundur Pétur Svavarsson (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband