27.5.2008 | 13:07
Allir sofandi
Sæl og blessuð öll sömu!
Nú er ég forvitin. Ég sendi öllum sem voru með skráðan gsm skilaboð í gær um að skoða þessa síðu. Það eru bara tveir búnir að kvitta. Voru engir aðrir sem fengu skilaboð eða voru þau frekar óskýr? Það eru kannski allir á kafi í vorverkum eða búa svo afskekkt að þeir hafa ekki netsamband. Endilega látið vita ef þið fenguð skilaboð hvort sem að þið hafið áhuga á að hittast eða ekki. Ég hef ekki sagt mitt síðasta, ég mun ásækja ykkur þar til við hittumst.
Kveðja sveitalubbinn
Athugasemdir
Hæ, veistu ég held að skilaboðin hafi kannski ekki verið nógu skýr, ég fattaði alls ekki um hvað þetta snérist fyrr en ég tékkaði á síðunni og sms-ið kom líka í e-m táknum bara að mestu;)
En vonandi tékka fleiri á þessu.
Sigríður Elín Elnudóttir (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 13:13
Já ég skoða hverjir svara næsta sólarhringinn og sendi svo önnur skýrari skilaboð.
Sveitalubbi (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 13:58
Hæhæ
Mér líst mjög vel á að hittast í Borgarfirðinum og rifja upp góðar stundir frá Hvanneyri. Hvernig er þetta svo með Adda Palla og Bergþóru, Ólsengengið og þá sem tóku óspart í nefið. Ætli fólk hafi ekki fattað skilaboðin???
Hver er sveitalubbi??? Held að hann sé kvenkyns: sbr. Nú er ég forvitin.
Mun fylgjast áfram með þessari síðu.....
Kv. Kennarinn sem er að komast í sumarfrí á morgun....... Það er gott að vera kennari!!
Dagný Rósa Úlfarsdóttir (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 14:26
Er þetta kannski Íris?!...
Sigríður Elín Elnudóttir (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 21:22
Ég gíska á að þetta sé Anna magga
Magnús V. Vésteinsson (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 21:47
jú auðvitað er maður til í að mæta í lognið í Borgarfirðinum. Ef maður fær frí, er ekki kennari sko. Hlýt nú að geta grenjað út smá frí fyrir svona menningarlega upplifun.
En þessi stóra spurning "Hver er ég?". Þrátt fyrir sjálfshjálparnámskeið, áfallahjálparfundi og aðstoð fjölda sérfæðinga hef ég ekki enn komist að því hver ég er. Svona heimspekilegum spurningum er ekki auðsvarað.
En ef ég kaupi pontu gæti kannski eitthvað rofað til, er ég kannski að misskilja spurninguna?
+/-n&y
Kristján Jóns (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 12:17
Flott hugmynd. Býð ykkur bara í partý í garðinum eða í hlöðupartý, fer eftir veðri og árstíma. Bara hugmynd þar sem ég bý nú í logninu hér í Borgarfirðinum.
Já og ég er nú bara ég
Íris (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 10:54
Hurðu, já, ég fór ekki að skoða fyrr en við ítrekunina í morgun enda búin að vera á kafi í sumarfríi á búgarðinum. Líst vel á hugmyndina :)
Anna Magga (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 12:46
Já þið segið það, ég er alveg til í eitthvað sprell, hæti meira sega verið að ég tæki í nefið. Get hins vegar ekki lofað því að ég komi. Gæti verið fastur einhversstaðar með túrista.
Siggi E (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 14:36
Líst vel á þetta. "Það er nú logn víðar enn í Borgarfirði".
Páll óðalsbóndi (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 19:47
Gamli múrarameistarinn er orðinn frístundabóndi í Stóra-Rimakoti í Þykkvabæ, með hesta, kindur og nýfundnalandshunda (og kött sem stundar minkaveiðar). Er annars byggingastjóri hjá BYGG. Góð hugmynd að hittast í Borgarfirðinum.
gamli múrarameistarinn (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 09:31
Hæ svara bara fyrir eiginmanninn er ekki bara fínn fílingur í liðinu að hittast árgangur 99 hittist á 5 ára afmælinu. það var bara gamann.
Finnið bara út hvar og hvenar og við reynum að mæta
Kveðja Begga og Tommi
Begga viðhengi (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 21:04
Ég fékk ekki skilaboð þótt ég sé með skráðan gsm síma að ég held. En er allavega búinn að frétta af þessari síðu núna.
Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 1.6.2008 kl. 11:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.